„Það eina sem ég var að hugsa um var að taka boltann en svo ligg ég bara í jörðinni með takkafar á öllu rifbeininu“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins eftir 1-2 tap liðsins gegn Sviss í kvöld.
Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir á 33 mínútu áður en Lara Dickenmann jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Það var svo Ramona Bachmann sem skoraði sigurmark leiksins í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat.
„Ég sá ekki atvikið en miðað við takkafarið þá var þetta bara rautt spjald. Svo tekur hún Fríðu aftur þannig að það er í raun ótrúlegt að hún hafi verið ennþá inná.“
„Við eigum eftir að fara yfir leikinn. Mér fannst við halda boltanum betur á móti Frökkunum en við megum samt gera betur. Ég hefði t.d getað haldið boltanum betur en við skoðum þetta allt í framhaldinu af þessum leik.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.