Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Mér líður vel, ég er búinn að jafna mig eftir leikinn á móti Frökkum og núna erum við bara að fókusera á leikinn gegn Sviss,“ sagði Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður íslenska liðsins á æfingu í morgun.
Ísland mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM laugardaginn 22. júlí en íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu gegn Frökkum, 0-1.
„Þetta var gríðarlega erfiður leikur, það er mikill munur á Pepsi-deildinni og þessum leikjum sem er auðvitað bara geggjað. Það eru allir góðir hérna úti, þetta eru allt stelpur sem eru gríðarlega góðar og sterkar á boltann.“
„Ég er mjög sátt með mína spilamennsku á móti Frökkunum. Við þurftum að verjast mikið og það er minn styrleiki þannig að það var jákvætt. Við spiluðum vel fannst mér, við gáfum fá færi á okkur og þær voru ekki að skapa sér mikið.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.