Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Við vorum auðvitað mjög svekktar eftir gærdaginn, af því að við vorum svo nálægt þessu en ég held að við höfum náð að skilja ágætlega við leikinn í gær,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji íslenska liðsins á æfingu í morgun.
Ísland tapaði 1-0 fyrir Frökkum í fyrsta leik sínum á EM í gærdag en það var Eugénie Le Sommer sem skoraði eina mark leiksins úr víti en dómurinn þótti afar harður.
„Það var ólýsanlegt að koma inná í gær. Við áttum stúkuna og völlinn og unnum klárlega þar. Þetta var móment sem maður upplifir ekki oft og ég reyndi í raun bara að taka alla þá orku sem þetta gaf mér og nýta hana.“
„Ég hef fulla trú á því að Kalli sé með þetta, ég ætla að reyna ræða það sem minnst bara. Hann er bara með hann þegar hann er með hann og þannig er það,“ sagði Harpa lauflétt.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.