Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Ég er auðvitað bara hundsvekkt að fá ekkert út úr þessum leik, því við áttum allavega að fá eitt stig í gær,“ sagði Elín Metta Jensen á æfingu íslenska liðsins í morgun.
Ísland tapaði 1-0 fyrir Frökkum í fyrsta leik sínum á EM í gærdag en það var Eugénie Le Sommer sem skoraði eina mark leiksins úr víti eftir að Elín Metta hafði brotið á henni innan teigs en hún var miður sín í leikslok og mætti ekki í viðtöl eftir leik á opna blaðamannasvæðið.
„Ég var bara að dekka hana inní teig og hún bakkar inní mig og lætur sig detta. Það er mín sýn á þetta, þetta var alls ekki vítaspyrna og hún var í rauninni bara klók. Þetta er ekki snertingalaus íþrótt og það á að vera hægt að dekka menn inní taug og dómarinn lét plata sig.“
„Þetta var ekki góð tilfining í gær. Við töpuðum leiknum þannig að ég er hundsvekkt, sérstaklega af því að við liðið stóð sig gríðarlega vel í gær. Það er hins vegar ekki hægt að dvelja of lengi við þetta og vera til staðar fyrir hvor aðra.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.