,,Við erum að fara að vinna þennan leik mjög óvænt 2-1,“ sagði Þorkell Máni Pétursson við 433.is á EM í Hollandi í dag.
Máni ásamt 3 þúsund Íslendingum er mættur á EM í Hollandi til að styðja stelpurnar okkar á mótinu.
Fyrsti leikur er gegn Frakklandi í kvöld og Máni er viss um að Ísland vinni þann leik.
,,Það eru svo margir Íslendingar hérn sem er mjög gott, líklega samanlagður fjöldi sem hefur mætt á Pepsi deildar leiki í kvennafótboltanum mættur hingað.“
,,Sara Björk er að fara að setja eitt með skalla og síðan skorum við annað með skalla, það verður Gunnhildur Yrsa sem setur það mark.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.