„Ég er sátt með mína frammistöðu en ótrúlega svekkjandi að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins eftir 1-0 tap liðsins í kvöld.
Það var Eugénie Le Sommer sem skoraði eina mark leiksins á 86 mínútu úr vítaspyrnu en dómarinn þótti ansi umdeildur.
„Við erum búin að vera æfa vel og hann er búinn að prófa marga leikmenn í stöðunni en auðvitað vonaðist ég eftir því að byrja. Ég átti ekki beint von á því enda allir klárir að spila ef kallið kemur.“
„Mér finnst ekkert skemmtilegra en að mæta liðið sem heldur að þær séu miklu betri en við og þagga aðeins niður í þeim. Þær hljóta að muna nöfnin okkar núna.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.