„Mér leið vel þegar að ég kom inná, þetta var erfitt og við vorum að hlaupa mikið en mér leið vel,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji íslenska liðsins eftir 1-0 tap liðsins í kvöld.
Það var Eugénie Le Sommer sem skoraði eina mark leiksins á 86 mínútu úr vítaspyrnu en dómarinn þótti ansi umdeildur.
„Fáránlega pirrandi að fá ekkert út úr þessum leik og þá sérstaklega að fá ekki þetta víti sem við áttum að fá. Fanndís var að stríða þeim þarna trekk í trekk og dómarinn átti bara að dæma víti þarna.“
„Við tökum allt það jákvæða sem við getum útúr þessum leik og ef við spilum svona þá erum við að fara vinna næsta leik, það er alveg klárt mál.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.