Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var svekkt með að fá ekki meira í kvöld eftir 1-0 tap gegn Frökkum í fyrsta leik á EM í Hollandi.
,,Maður er auðvitað hundsvekktur. Þær voru meira með boltann en þær sköpuðu sér ekki dauðafæri og ég hafði aldrei á tilfinningunni að þær væru að fara skora áður en þær fengu vafasamt víti, ég á eftir að sjá það betur,“ sagði Hallbera.
,,Við erum búnar að hafa það í hausnum á okkur að við ætluðum að vinna þennan leik. Það voru kannski ekki allir sem höfðu trú á okkur með það en við ætluðum að vinna þennan leik.“
,,Við vitum það að þegar við leggjum okkur allar fram og vinnum sem ein heild þá getum við gert góða hluti.“
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, ræddi við stelpurnar eftir leikinn í kvöld en Hallbera var ekki mikið að hlusta.
,,Ég zone-aði eitthvað út þar. Ég man ekkert hvað hann var að segja en ég held að hann hafi verið að tala um að halda áfram og að þetta hafi verið fínn leikur,“ sagði Hallbera.
Nánar er rætt við Hallberu hér fyrir ofan og neðan.