fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433

Guðbjörg: Þær voru hálf grenjandi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2017 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, var mjög svekkt með tap gegn Frökkum í kvöld.

Ísland þurfti að sætta sig við 1-0 tap á EM í Hollandi en eina mark leiksins skoruðu Frakkar úr vítaspyrnu.

,,Ég er fyrst og fremst mjög svekkt. Ég var að segja í öðru viðtali að mér líður pínu eins og ég hafi verið rænd,“ sagði Guðbjörg.

,,Þetta var grátlega ódýrt víti undir lok leiks. Þetta var ömurlegt. Ég man varla eftir opnu færi sem þær fengu.“

,,Við vissum allt sem var að fara gerast í þessum leik. Við hefðum getað fengið fleiri bolta á milli manna en við spiluðum skynsamlega og spiluðum vel. Þetta er bara svo svekkjandi.“

,,Við getum farið með hausinn hátt úr þessu og eigum að vera með sjálfstraust í næsta leik þrátt fyrir tap núna.“

,,Ég veit ekki við hverju þær bjuggust. Þær þekktu engan af okkar leikmönnum en ef þær vita eitthvað um Íslendinga þá ættu þær að vita að við erum fastar fyrir. Þær voru hálf grenjandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Setur fótinn niður og er hættur að fagna mörkum – ,,Geri þetta ekki aftur“

Setur fótinn niður og er hættur að fagna mörkum – ,,Geri þetta ekki aftur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 2. sæti: „Ég hef smá áhyggjur af því“

Spá fyrir Bestu deildina – 2. sæti: „Ég hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Í gær

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag
433Sport
Í gær

Spá fyrir Bestu deildina – 7. og 8. sæti: Tveimur meiðslum frá húrrandi fallbaráttu

Spá fyrir Bestu deildina – 7. og 8. sæti: Tveimur meiðslum frá húrrandi fallbaráttu