,,Leikurinn leggst vel í mig,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands við 433.is í Hollandi í dag.
Bjarni er mættur til að styðja stelpurnar okkar sem hefja leik á EM í Hollandi í dag.
Fyrsti leikurinn er gegn Frakklandi í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18:45.
,,Það er gaman að upplifa að það er að byggjast upp mikil stemming, það eru miklu fleiri Íslendingar en Frakkar hérna.“
,,Mér finnst glæsilegt hversu margir mæta, ég geri væntingar um að vð verðum mun fjölmennari en Frakkarnir og við munum láta meira í okkur heyra. Ég er alltaf klár í HÚH-ið.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.