fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
433

Gunnhildur Yrsa spilar fyrir æskuvinkonu sína sem lenti í alvarlegu hjólaslysi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. júlí 2017 10:30

Gunnhildur Yrsa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:

„Spennustigið er á góðum stað. Auðvitað erum við spenntar en við reynum að nýta okkur það á jákvæðan hátt,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður íslenska liðsins í samtali við 433.is í gærdag.

Íslenska liðið mætir Frökkum í opnunarleik sínum á EM 2017 á morgun en leikurinn fer fram í Tilburg.

„Það er stutt í leik þannig að við þurftum í raun að koma okkur strax niður á jörðina sem við höfum gert. Maður notar þetta bara sem auka orku og með svona stuðning á bakinu þá er allt hægt.“

Æskuvinkona Gunnhildar lenti í alvarlegu hjólreiðarslysi í byrjun sumars og lamaðist fyrir neðan brjóst en Gunnhildur ætlar sér að spila fyrir hana á mótinu.

„Það tók rosalega á mig þegar að þetta gerist og þetta var rétt fyrir Brasilíu leikinn. Ég reyni að nota þetta sem hvatningu fyrst og fremst, hún er þvílík hetja og algjör fyrirmynd. Hún gefur mér auka orku og ég mun fara í hvern leik og spila fyrir hana.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino
433
Fyrir 17 klukkutímum

Brentford slátraði nýliðunum í fyrsta leik helgarinnar

Brentford slátraði nýliðunum í fyrsta leik helgarinnar
433Sport
Í gær

Drátturinn í Evrópudeildinni – Orri Steinn mætir Manchester United

Drátturinn í Evrópudeildinni – Orri Steinn mætir Manchester United
433Sport
Í gær

Mikilvægur leikur hjá landsliðinu í Sviss í dag

Mikilvægur leikur hjá landsliðinu í Sviss í dag