Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Fyrir ári síðan þá var ég að byrja fyrstu leikina mína með Stjörnunni, ef ég náði þá að byrja þannig að valið kom mér mikið á óvart,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í samtali við 433.is í gær.
Agla María er nýliði í íslenska hópnum en hún hefur verið viðloðandi liðið, undanfarna mánuði. Hún er einungis 17 ára gömul en þrátt fyrir það reikna sumir með því að hún byrji gegn Frökkum á morgun.
„Þetta er miklu stærra en ég bjóst við. Það er búin að vera gríðarlega mikil umfjöllun um okkur og áhuginn á liðinu er mikill og ég bjóst satt besta að segja ekki við því að þetta yrði svona stórt.“
„Ég er pollróleg, þetta er allt svo rólegt hérna á hótelinu. Maður var auðvitað mjög hátt uppi eftir kveðjuathöfnina en við vorum fljótar að ná okkur aftur niður á jörðina þegar að við komum hingað út.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.