Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Það var bara ótrúlega gaman að fá að upplifa þetta í gær og þetta gefur okkur auðvitað bara byr undir báða vængi fyrir framhaldið,“ sagði Sif Atladóttir, leikmaður íslenska landsliðsins á æfingu liðsins í morgun.
Íslenska liðið kom til Hollands í gærkvöldi og fór fyrsta formlega æfing liðsins fram í dag í Ermelo þar sem liðið mun dvelja á meðan keppni stendur.
„Við finnum bara að þjóðin er með okkur og hjálpar okkur áfram. Við löbbuðum upp í vél og fórum brosandi inní verkefnið sem er bara frábært.“
„Ég held að það sé bara jákvætt að byrja á Frökkunum. Það góða við íþróttirnar er að þú getur alltaf komið á óvart, þó svo að tölfræðin og annað slíkt segi annað þá er þetta bara fótbolti og það er allt hægt´i þessu.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.