Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Maður var alveg hrærður yfir þessum kveðjum sem við fengum í gær og þetta var eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma,“ sagði Sandra María Jessen, leikmaður íslenska landsliðsins á æfingu liðsins í morgun.
Íslenska liðið kom til Hollands í gærkvöldi og fór fyrsta formlega æfing liðsins fram í dag í Ermelo þar sem liðið mun dvelja á meðan keppni stendur.
„Maður finnur alveg að öll þjóðin er með manni í þessu og stendur þétt við bakið á manni og þetta er í raun bara eins og að vera með tólfta manninn með sér inni á vellinum og það mun klárlega hjálpa okkur mikið.“
„Það er mikil spenna í okkur að eiga gott mót en þrátt fyrir það er spennustigið í hópnum gott. Við tökum bara einn leik fyrir í einu og það eru allir með hausinn á réttum stað og við hlökkum bara til að byrja.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.