Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Það var gaman að sjá hversu mikið þjóðin er með okkur í þessu og svo var undirbúningurinn hjá Icelandair auðvitað bara magnaður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins á æfingu liðsins í morgun.
Íslenska liðið kom til Hollands í gærkvöldi og fór fyrsta formlega æfing liðsins fram í dag í Ermelo þar sem liðið mun dvelja á meðan keppni stendur.
„Núna erum við komnar hingað út og við erum aftur komnar niður á jörðina. Núna hefst bara undirbúningurinn fyrir Frakkleikinn og við einbeitum okkur að honum.“
„Þetta gefur manni auka kraft að sjá hversu margir eru á bakvið mann í þessu. Við höfum aðeins skoðað Frakkana en næstu þrír dagar fara bara í það að undirbúa sig fyrir leikinn þannig að ég myndi segja að þetta sé svona að byrja núna.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.