,,Stemmingin er mjög góð,“ sagði Rakel Hönnudóttir leikmaður Íslands við við 433.is í dag.
Rakel er að jafna sig eftir meiðsli og það var tímapunktur þar sem óvíst var hvort hún færi með.
Batinn hefur aftur á móti verið hraður og verður hún með í fluginu til Hollands á morgun.
,Standið á mér er fínt, það er búið að vera stígandi í bataferlinu. Ég er bjartsýn.“
,,Ég fer með, þetta gengur það vel og sjúkraþjálfarar eru mjög bjartsýnir. Þetta gengur það vel, ég ætti að vera klár í mótið, smá óvissa með fyrsta leik en þetta gengur samt vel.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.