Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, er ekkert nema spennt fyrir komandi verkefni í Hollandi.
Íslenska kvennalandsliðið spilar sinn fyrsta leik eftir fimm daga á EM í Hollandi en liðið heldur út á morgun.
,,Stemningin er mjög góð í hópnum og við erum allar mjög spenntar að fara út. Þetta leggst bara mjög vel í mig,“ sagði Berglind.
,,Við erum mjög spenntar að komast út og sjá þetta. Við erum allar rólegar, flestar eru að fara á sitt annað eða þriðja stórmót og þær eru duglegar að tala við okkur yngri.“
,,Það sem við setjum á samfélagsmiðla er bara jákvætt. Það er gaman að fólk sé að fylgjast með.“
,,Við stefnum fyrst og fremst á að komast upp úr riðlinum og svo reyna okkar besta.“