,,Mér finnst þetta merkilegt, það þýðir það að við sem knattspyrnuþjóð erum að vekja athygli,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen fremsti knattspyrnumaður í sögu Íslandsum leik Manchester City og West Ham sem fram fer á Íslandi.
Leikurinn fer fram 4. ágúst og er þetta í fyrsta sinn sem tvö lið úr ensku úrvalsdeildinni mætast á Íslandi.
Meira:
Miðasala á City og West Ham hefst í næstu viku – Miðaðverð fjölbreytt
,,Fyrir íslenska áhorfendur að komast aðeins nær leikmönnum, það er hefð fyrir því að Íslendingar fari erlendis að horfa á liðið.“
Eiður minntist á það á fundinum að stærri og betri Laugardalsvöllur myndi gera svona viðburð enn flottari.
,,Ég held nú hugmynd sé nú löngu komin, það er tímabært. Ekki bara útaf svona leik heldur líka umgjörðin í kringum landsliðið.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.