Rúrik Gíslason, leikmaður Íslands, var gríðarlega sáttur með að geta fagnað þremur punktum gegn Króatíu í undankeppni HM í kvöld.
,,Sigurinn var gríðarlega sætur. Við vorum búnir að vera lengi saman og langur undirbúningur fyrir þennan eina leik og mikil eftirvænting. Það var hrikalega gaman að slútta þessu á sigri,“ sagði Rúrik.
,,Heimir sagði við mig að Hörður væri orðinn pínu þreyttur og að ég þyrfti að hjálpa honum varnarlega og reyna að sprengja þetta upp sóknarlega.“
,,Ég þori alveg að segja það að sigurinn hafi verið 100 prósent verðskuldaður. Við vorum góðir í fyrri hálfleik og það er gaman að sjá hversu mikið menn leggja sig fram fyrir landsliðið.“