Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var stoltur af frammistöðu liðsins í kvöld eftir 1-0 sigur á Króatíu.
,,Við þurftum á þessu að halda. Á 89. mínútu vorum við í fjórða sæti riðilsins og það er virkilega sterkt að ná þessum þremur punktum,“ sagði Aron Einar.
,,Við vissum það fyrir leikinn og vildum ekki segja það en ef Króatía hefði unnið þá væru þeir of langt í burtu frá okkur. Við erum að halda í við þá.“
,,Við gerðum það sama úti gegn Króatíu. Birkir kemur inn með mér og Gylfi fyrir framan. Okkur fannst við vera með yfirhöndina í þeim leik.“
,,Þeir reyna að búa til svæði á milli varnar og miðju og þeir fengu að fljóta svolítið í síðasta leik þar en við lokuðum á þá í dag.“
,,Þetta var ekkert skemmtilegasti leikur ever og þetta var aldrei að fara verða það. Ef þetta hefði verið opinn leikur þá hefðu þeir unnið.“
,,Modric er toppleikmaður og það kom mér á óvart að enginn annar hafi skipt við hann á treyju!“