fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433

Aron Einar: Kom mér á óvart að enginn hafi viljað treyju Modric

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 11. júní 2017 21:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var stoltur af frammistöðu liðsins í kvöld eftir 1-0 sigur á Króatíu.

,,Við þurftum á þessu að halda. Á 89. mínútu vorum við í fjórða sæti riðilsins og það er virkilega sterkt að ná þessum þremur punktum,“ sagði Aron Einar.

,,Við vissum það fyrir leikinn og vildum ekki segja það en ef Króatía hefði unnið þá væru þeir of langt í burtu frá okkur. Við erum að halda í við þá.“

,,Við gerðum það sama úti gegn Króatíu. Birkir kemur inn með mér og Gylfi fyrir framan. Okkur fannst við vera með yfirhöndina í þeim leik.“

,,Þeir reyna að búa til svæði á milli varnar og miðju og þeir fengu að fljóta svolítið í síðasta leik þar en við lokuðum á þá í dag.“

,,Þetta var ekkert skemmtilegasti leikur ever og þetta var aldrei að fara verða það. Ef þetta hefði verið opinn leikur þá hefðu þeir unnið.“

,,Modric er toppleikmaður og það kom mér á óvart að enginn annar hafi skipt við hann á treyju!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal