Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, var súr í kvöld eftir 2-1 tap liðsins gegn Víkingi Reykjavík.
,,Ég veit ekki hvað klikkaði. Við vorum bara ekki nógu góðir í dag,“ sagði Þórður eftir leikinn.
,,Við vorum undir í baráttu og tæklingum og vorum klaufar í ákvarðanatökum og fengum á okkur tvö mörk.“
,,Við ætluðum að stoppa aðeins í götin, við höfum fengið á okkur mörk gegn Stjörnunni og í bikarnum og reyna að halda þéttleikanum og skora mörk og það tókst en við verðum að fá á okkur færri mörk.“