Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður með sína menn í kvöld eftir öruggan 5-0 sigur á Fjölni í bikarnum.
,,Við erum mjög ánægðir með spilamennskuna. Við nýttum færin mjög vel, við fengum opin færi og nýttum þrjú af fjórum á markið í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján.
,,Við lögðum upp með það að verjast á ákveðnum svæðum og það gekk hrikalega vel upp.“
,,Það sást á mannskapnum í fyrra að kerfið hentaði mjög vel og nú sjáum við að það er áfram þannig. Liðin eru farin að spila þetta svona í fótboltaheiminum.“
,,Það var aðallega ég sem var æstur að öskra á þá að halda einbeitingu og strákarnir skömmuðu mig fyrir það svo ég biðst afsökunar.“