Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var mjög óánægður með spilamennsku sinna manna í kvöld í slæmu 5-0 tapi gegn ÍBV í bikarnum.
,,Þetta var skellur fyrir okkur. Við erum dottnir úr þessari keppni og fórum illa að ráði okkar í dag,“ sagði Ágúst.
,,Mér fannst við aldrei eiga séns í þessum leik. Þeir skora fljótlega á okkur og við sköpuðum okkur ekki eitt né neitt.“
,,Menn voru búnir að kasta inn handklæðinu. Við duttum úr þessari keppni, ekki eins og við ætluðum að gera.“