Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sína menn í kvöld eftir 2-1 sigur á Víkingi Ólafsvík en þetta var fyrsti leikur Milos við stjórnvölin.
,,Mér fannst við aðeins sterkari aðilinn í þessum leik og vorum með leikinn under control en hleypum hættunni heim með því að fá á okkur mark eftir hornspyrnu,“ sagði Milos.
,,Þetta er flott lið og þeir geta refsað þér, það eru mjög margir góðir einstaklingar þarna og þeir áttu færi þar sem við björgum á línu í fyrri hálfleik.“
,,Þetta horn, þetta voru ekki mistök. Þetta var einbeitingarleysi, hann fær tíma á boltann til að teikna fyrirgjöf upp og ef ekki minnsti maðurinn þá einn af minnstu mönnunum laumar sér á milli og skorar.“
Michee Efete, leikmaður Breiðabliks, var ekki í byrjunarliði liðsins í dag en hann mætti of seint til leiks.
,,Ég talaði við hann. Hann skilur það, hann er atvinnumaður og hann veit það að ef þú mætir ekki á réttum tíma þá ertu ekki í liðinu.“