Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, var að vonum sáttur í dag eftir fyrsta sigur liðsins í Pepsi-deildinni þetta árið en liðið vann ÍBV 4-1.
,,Ég er ógeðslega ánægður. Það er búið að liggja á okkur að ná fyrsta sigrinum og geggjað að ná í þrjú stig,“ sagði Arnar.
,,Þetta gefur okkur mjög mikið. Við erum í þessu til að vinna leiki og við erum búnir að stimpla okkur inn núna.“
,,Það kom smá panic á okkur, við urðum smá kærulausir eftir annað markið en frábær aukaspyrna hjá Pablo.“
,,Ég eiginlega trúði ekki að þetta hafi verið mark. Ég fann það þegar ég hitti hann fyrsta að þetta var hörkuskot og svo sá ég hann syngja í netinu,“ sagði Arnar um markið sitt í leiknum.