„Það sem að fór úrskeiðið hérna í kvöld var það að fótbolti.net setti inn frétt um að FH hefði aldrei tapað fyrir Fjölni og leikmannahópur liðsins ræður ekki við svona frétt,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir 1-2 tap liðsins gegn Fjölni í kvöld.
Ivica Dzolan kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik áður en Emil Pálsson jafnaði metin fyrir heimamenn á 66 mínútu. Það var svo Þórir Guðjónsson sem skoraði sigurmark Fjölnis á 81 mínútu og þar við sat.
„Hugarfarið sem að leikmenn mættu með hérna í dag var ekki gott og það var greinilegt að menn voru að vanmeta Fjölnismenn.“
„Ég held að við eigum KR næst og við þurfum að laga fullt af hlutum fyrir þann leik og við þurfum að finna betri lausnir á því sem við erum að gera, bæði varnarlega og sóknarlega.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.