„Auðvitað vill maður alltaf vinna, sérstaklega eins og seinni hálfleikurinn spilast,“ sagði Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður FH eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í kvöld.
Það var Sigurður Egill Lárusson sem kom Val yfir í fyrri hálfleik með marki úr vítaspyrnuu áður en Steven Lennon jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 83 mínútu og lokatölur því 1-1.
„Hann keyrir inn í mig til að byrja með og ég missi jafnvægið við og mér fannst þetta frekar soft ef ég á að vera hreinskilinn. Ég á samt eftir að horfa aftur á þetta en þetta var soft.“
„Heimir lét okkur aðeins heyra það í hálfleik. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik en við mættum betur stemmdir inn í seinni hálfleikinn og vorum miklu betri.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.