Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar, var að vonum ánægður í kvöld eftir 3-1 sigur liðsins gegn Blikum.
,,Ég er bara mjög sáttur. Ég er ánægður með hvernig við brugðumst við í stöðunni 2-1,“ sagði Guðjón.
,,Það leit út fyrir að við værum að fara að missa þetta niður en við töluðum okkur saman og héldum út.“
,,Við erum allir að skora mörk og vinna leiki þannig maður getur ekki beðið um meira.“
Guðjón var í baráttu við varnarmanninn Michee Efete allan leikinn og segir hann að nýi maður Blika sé hörkutól.
,,Efete er sterkur og það var vel tekið á. Ég held að ég hafi náð að sparka duglega í andlitið á honum þegar hann bjargaði hjólhest sem hefði steinlegið!“
,,Þetta var augljóst víti fyrir mér. Ég svona hafði tilfinningu að Hólmbert færi að klúðra, hann var farinn að vera svo cocky á það að hann klúðri ekki vítum svo ég er alltaf tilbúinn.“