Kjartan Stefánsson, þjálfari Hauka, var fúll í kvöld eftir 3-0 tap gegn FH í leik sem Haukar hefðu hæglega getað unnið.
,,Þetta er of stórt, sérstaklega í takti við fyrri hálfleik. Ég hefði viljað vera í stöðunni 3-0 þá,“ sagði Kjartan.
,,Ég hefði viljað vera í stöðunni 3-0 þá, við skulum segja 2-0, það hefði verið sanngjarnt fyrir okkur.“
,,Eins og leikurinn spilast, við erum að halda bolta mun betur og erum að spila honum upp. Að halda bolta betur telur ekki neitt en þegar maður er með ungt og efnilegt lið þá vill maður vera þarna og ekki sparka og hlaupa.“
,,Ég er bara í fýlu núna. Ég ætlaði að ná í þrjú stig. Í hálfleik kom ekki til greina að ná í eitt stig, við ætluðum að snúa þessum leik við og vinna hann.“
,,Ég ætla að taka það á mig, ég skipti um leikkerfi sem ég hefði ekki átt að gera.“