Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var virkilega ánægður með sína menn í kvöld eftir góðan 2-1 útisigur á Víkingi Reykjavík.
,,Ég hefði verið ánægður með eitt stig sem segir margt en auðvitað er geggjað að ná þremur stigum úr þessum leik,“ sagði Óli.
,,Sér í lagi þar sem við vorum meðvitundarlausir í fyrri hálfleik. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur.“
,,Við erum með A, B og C í þessum sóknaraðgerðum okkar og Andri stjórnar því hvar boltinn kemur og í seinna markinu bjó hann til svæðið. Við erum með ákveðin plön í gangi og þetta virkaði í dag.“
Nánar er rætt við Óla hér fyrir ofan og neðan.