Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, viðurkennir að sínir menn hafi átt skilið að tapa í kvöld er liðið mætti ÍA í 4-2 tapi.
,,Það er alls ekki nógu gott að fá á sig átta mörk í tveimur leikjum en það eru kaflar í leiknum í kvöld og í leiknum fyrir viku og við verðum að nýta þá fyrir framhaldið,“ sagði Gunnlaugur.
,,Í stöðunni 3-2 þá eigum við færi á að jafna. Það hefði ekki verið sanngjarnt en niðurstaðan 4-2 tap og við þurfum klárlega að fara yfir nokkra hluti.“
,,Það var farið yfir það fyrir þennan leik að byrja leikinn og þurfa ekki að fá eitt eða tvö mörk á sig til að vakna en það gerðist í dag.“
Nánar er rætt við Gulla hér fyrir neðan og ofan.