„Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik og byrjuðum vel en svo settu þeir smá pressu á okkur og við réðum illa við hana,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR eftir 2-1 tap liðsins gegn Víkingi Reykjavík í kvöld.
Tobias Thomsen kom KR yfir í fyrri hálfleik áður en Dofri Snorrason og Geoffrey Castillion skoruðu sitt markið hvor í síðari hálfleik og lokatölur því 2-1 fyrir Víking.
„Við missum svo bara algjörlega einbeitinguna á einhverjum tíu mínútna kafla þarna í seinni hálfleik og þeir setja á okkur tvö mörk og eftir það var þetta bara mjög erfitt.“
„Það var vont að missa Kennie en mér fannst þeir berja sig aðeins inn í leikinn. Þeir fóru fast í okkur og við brotnum einhvernvegin aðeins við það. Leikurinn þróaðist Víkingum í hag og þeir áttu þennan sigur algjörlega skilið.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.