„Ég er bara mjög sáttur með þessi þrjú stig,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings Reykjavík eftir 2-1 sigur liðsins gegn KR í kvöld.
Tobias Thomsen kom KR yfir í fyrri hálfleik áður en Dofri Snorrason og Geoffrey Castillion skoruðu sitt markið hvor í síðari hálfleik og lokatölur því 2-1 fyrir Víking.
„Ég er gríðarlega ánægður með það hvernig leikmennirnir komu út í seinni hálfleikinn. Mér fannst strákarnir sýna þeim of mikla virðingu í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var þetta bara einstefna og við vorum miklu betri.“
„Við vorum of spenntir í fyrri hálfleik og þá fór boltinn bara eitthvað hjá okkur. Við skorum hins vegar tvö góð mörk í seinni hálfleik og áttum í raun að skora þriðja markið, það hefði verið sanngjarnt.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.