„Það var lítið um fótbolta í dag en alltaf gaman að koma til Grindavíkur,“ sagði Jósef Kristinn Jósefsson, varnarmaður Stjörnunnar eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Grindavík í kvöld.
Alexander Veigar Þórarinsson kom Grindavík yfir með marki snemma leiks áður en Baldur Sigurðsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna á 41 mínútu. Magnús Björgvinsson kom hins vegar Grindavík aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Daníel Laxdal jafnaði metin á 84 mínútu og þar við sat.
„Við vorum á móti vindi í fyrri hálfleik og það hentaði okkur að mörgu leyti betur. Þeir settu samt á okkur tvö mörk sem við hefðu hæglega getað komið í veg fyrir.“
„Það er alltaf hægt að bæta eitthvað. Þetta var auðvitað bara fyrsti leikur og það er nóg eftir en við tökum þetta eina stig með okkur í Garðabæinn og byggjum ofan á það.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.