„Það var svekkjandi að fá þetta jöfnunarmark á sig en þeir lágu vel á okkur þannig að heilt yfir er stigið fínt,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í kvöld.
Alexander Veigar Þórarinsson kom Grindavík yfir með marki snemma leiks áður en Baldur Sigurðsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna á 41 mínútu. Magnús Björgvinsson kom hins vegar Grindavík aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Daníel Laxdal jafnaði metin á 84 mínútu og þar við sat.
„Við vildum auðvitað vinna en það voru erfiðar aðstæður hérna í dag. Það er langt síðan við spiluðum í efstu deild en við tökum þetta stig og erum ánægðir með það.“
„Við börðumst eins og grenjandi ljón, allan leikinn og skoruðum tvö frábær mörk. Varnarleikurinn var góður og hugarfarið var gott og það er jákvætt.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.