„Það var gaman að skora og hjálpa liðinu í dag,“ sagði Dofri Snorrason, bakvörður Víkings Reykjavík eftir 2-1 sigur liðsins gegn KR í kvöld.
Tobias Thomsen kom KR yfir í fyrri hálfleik áður en Dofri Snorrason og Geoffrey Castillion skoruðu sitt markið hvor í síðari hálfleik og lokatölur því 2-1 fyrir Víking.
„Þeir eru miklu betri fyrstu tíu mínúturnar en svo náum við að bæta í þegar að þeir komast yfir en mér fannst við miklu betri eftir að þeir komast yfir og við tökum í raun bara öll völd.“
„Liðið er á góðum stað finnst mér. Leikmenn liðsins eru að passa vel saman og ég tel að þetta muni smella vel saman í sumar.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.