Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með sína menn eftir góðan 4-2 útisigur á ÍA í fyrstu umferð efstu deildar.
Heimir ræddi á meðal annars um atvik með Böðvar Böðvarsson eftir leikinn en hann hefði átt að fá rautt spjald að margra mati fyrir að reka fótinn í liggjandi mann.
,,Þetta var mjög erfiður útivöllur gegn mjög skipulögðu Skagaliði og þeir voru hættulegir í skyndisóknum,“ sagði Heimir.
,,Við héldum áfram allan tímann og sýndum karakter eftir að hafa lent 2-1 undir og vorum sterkari aðilinn.“
,,Mér fannst Böddi verðskulda gult spjald en það sem gerðist á eftir var aldrei gult spjald. Ef það er gult spjald væri enginn inná vellinum eftir 60 mínútur.“
Nánar er rætt við Heimi hér fyrir ofan og neðan.