„Það var ýmislegt sem fór úrskeiðis í dag en við mættum ekki tilbúnar til leiks,“ sagði Róbert Jóhann Haraldsson, þjálfari Grindavíkur eftir 0-1 tap liðsins gegn Fylki í kvöld.
Það var Jasmín Erla Ingadóttir sem skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og lokatölur því 1-0 fyrir Fylki sem byrjar á sigri í deildinni.
„Nýju stelpurnar sem hafa ekki spilað hérna áður þekkja ekki alveg þessa baráttu hérna og mér fannst við óheppnar að skora ekki í dag ef ég á að vera hreinskilinn.“
„Fylkir á mikinn heiður skilinn. Þær börðust mjög vel og fórnuðu sér í allt og mínar stelpur voru kannski ekki alveg nógu tilbúnar í svona baráttuleik. Við viljum reyna að spila fótbolta en þegar að við mætum svona góðri mótspyrnu er það erfitt.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.