„Það var ýmislegt sem skóp þennan sigur hjá okkur í dag,“ sagði Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þjálfari Fylkis eftir 1-0 sigur liðsins gegn Grindavík í kvöld.
Það var Jasmín Erla Ingadóttir sem skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og lokatölur því 1-0 fyrir Fylki sem byrjar á sigri í deildinni.
„Við vorum frábærar í fyrri hálfleiknum og gerðum mjög vel allan leikinn. Í seinni hálfleik var meiri vilji í okkur fannst mér, við vorum kannski ekki að spila neitt sérstaklega vel en þrátt fyrir það var langt liðið á leikinn þegar að þær fá sitt fyrsta færi.“
„Að byrja á sigri, halda hreinu, komast á töfluna og taka þrjú stig skiptir gríðarlega miklu máli fyrir ungt lið. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður upp og niður hjá okkur í sumar og við þurfum að vinna í því að finna stöðuleikann.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.