,,Það er gott að byrja á sigri,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir framherji Stjörnunnar í samtali við 433.is eftir 5-1 sigur á Haukum í fyrstu umferð Pepsi deildar kvenna.
Guðmunda gekk í raðir Stjörnunnar í vetur frá Selfossi og byrjar feril sin hjá félaginu með látum. Guðmunda skoraði tvö mörk í kvöld og lagði eitt upp.
Haukar voru manni færri í rúmar 70 mínútur en Guðmunda hrósaði þeim
,,Eftir erfitt undirbúningstímabili er gott að setja tóninn núna með góðum sigri á bara mjög sterku liði Hauka, þær voru erfiðar. Mér fannst aldrei eins og þær væru færri.“
,,Ég er mjög sátt, ég hefði getað lagt upp og fleiri og skorað fleiri. Núna er alla vegana einu markmiði náð með því að skora.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.