Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks yrði svekktur ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Pepsi deild kvenna myndi rætast.
Val er spáð sigri í deildinni en því er spáð að Breiðablik endi í öðru sæti deildarinnar.
,,Ég held að ég yrði svekktur, við stefnum á að enda sem efst,“ sagði Þorsteinn um málið.
,,Þetta verður jafnara og skemmtilegra mót, liðin í neðri hlutanum eru líka sterkari. Það er ekki hægt að líta á neinn leik gefins fyrir fram.“
38 daga hlé verður á deildinni í sumar þegar íslenska landsliðið fer á EM.
,,Byrjunin er eins og allt það en hitt er hins vegar sérstakt, þú færð 38 daga hlé. Maður veit ekki hversu margir verða í landsliðinu frá manni og ef maður er með 5-6 leikmenn í landsliðsverkefni þá er erfitt að spila æfingarleiki nema upp á formið. Þetta verður áhugavert og skemmtilegt, kúnst að taka á þessu.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.