Bergsveinn Ólafsson, leikmaður FH, var ánægður með sigur liðsins í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í kvöld gegn Breiðabliki.
FH vann leikinn þægilega 3-0 í Fífunni og hrósaði Bergsveinn einnig nýjum leikmanni liðsins, Robbie Crawford sem komst á blað.
,,Þetta var góður leikur. Við spiluðum mjög vel og vorum góðir allan leikinn,“ sagði Bergsveinn.
,,Við vorum með yfirhöndina allan leikinn fyrir utan, þeir sköpuðu sér tvö hörkufæri sem við getum bætt, Gunni gerði mjög vel tvisvar.“
,,Við höfum spilað 3-4-3 allt tímabilið þannig við erum að koma vel út í því. Við bætum okkur í því í hvert skipti.“
,,Hann er mjög flottur (Crawford), það hefur verið góður stígandi í honum frá fyrstu æfingu og það sást í dag að þetta er hörkuleikmaður.“