Bjarni Helgason skrifar frá Shkodër:
Kosóvó tekur á móti Íslandi í undankeppni HM í kvöld klukkan 20:45 að staðartíma.
Leikurinn er afar mikilvægur fyrir íslenska liðið sem þarf að nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda í við toppliðin í riðlinum.
Stuðningsmenn Kosóvó eru komnir í góðan gír og eru spenntir fyrir leiknum í kvöld en við tókum tal af einum slíkum á götum bæjarins í dag.
„Þetta verður góður leikur í kvöld og við munum enda uppi sem sigurvegarar og þetta verður fyrsti sigur landsliðsins í undankeppninni.“
„Ég sá íslenska liðið spila á lokakeppni EM síðasta sumar og þeir voru frábærir. Ég studdi íslenska liðið í flestum leikjum en annars var Albanía mitt lið á lokamótinu.“
„Ég elska fyrirliða Íslands með mikla skeggið. Ísland er með gott lið og ég hef séð myndbönd af stuðningsmönnum Íslands á Youtube og þeir eru algjörlega frábærir.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=ACLabFiERD0&w=560&h=315]