Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á Kosóvó ytra í kvöld.
,,Þetta var góður iðnaðarsigur myndi ég segja. Við vorum í smá basli í dag fannst mér,“ sagði Emil.
,,Við vorum ekki nógu góðir að vinna seinni boltann og spiluðum ekki nógu vel á milli en þegar við gerðum það sköpuðum við hættu.“
,,Ég átti alveg von á þeim svona sterkum svo ég held að þetta sé nokkuð sterkur útisigur.“