Arnór Smárason og Kjartan Henry Finnbogason voru á meðal þeirra sem fóru í skólaheimsókn í Kína í gær.
Íslensku strákarnir fengu frábærar móttökur frá krökkunum í Kína sem voru búin að undirbúa komu okkar manna vel.
,,Móttökurnar voru frábærar. Þetta var mjög sérstakt. Stórt dæmi og það var rosalega gaman að koma þangað,“ sagði Arnór.
,,Það var greinilega búið að leggja mikið í þessa móttöku og þessa sýningu sem við fengum.“
,,Það kom mér á óvart hversu góðir krakkarnir voru í ensku. Greinilega búin að æfa það vel, kannski fyrir þessa heimsókn.“
Kjartan tók undir í sama streng og segist aldrei hafa upplifað neitt slíkt á ævinni.
,,Það var skemmtilegt að sjá eitthvað sem maður hefur ekki séð áður og mun kannski ekki sjá,“ sagði Kjartan.
,,Þetta átti allt að vera fullkomið sem það svo sem var. Alls konar búningar og öðruvísi menning.“
,,Þetta er eins og annar heimur. Þegar maður fer út fyrir hótelið, þetta er eitthvað sem maður sér ekki á hverjum degi.“
Nánar er rætt við þá félaga hér fyrir neðan.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=op6g6zIihlg&w=560&h=315]