Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, er spenntur fyrir leik liðsins gegn Síle á sunnudaginn.
Ísland spilar við Síle í úrslitaleik China Cup en Síle lagði Króatíu í undanúrslitum og sá Helgi þann leik.
,,Við sáum bara tvö mjög góð lið og þetta var skemmtilegur leikur til að horfa á,“ sagði Helgi.
,,Þetta er spennandi. Við höfum aldrei spilað við þá og þetta er topplið með toppleikmenn í öllum stöðum.“
,,Leikurinn leggst vel í okkur. Við kláruðum okkar leik í gær og það er jákvætt. Við vildum komast í úrslitin og við erum komnir þangað.“
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=b5o97fB-AM0&w=560&h=315]