Fótboltabullur tókust á í París í aðdraganda leiks heimamanna í PSG gegn Aston Villa í Meistaradeildinni í kvöld.
Liðin mætast í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum en um 3 þúsund stuðningsmenn Villa eru mættir og hluti af þeim hitti greinilega fyrir stuðingsmenn PSG á veitingastað í frönsku höfuðborginni í gær.
Myndband af slágsmálum hafa farið eins og eldur um sinu um samfélagsmiðla, líkt og sjá má hér neðar.
Notast var við stóla, borð, flöskur og það sem var við höndina í slagsmálunum.
Aston Villa fans being attacked by PSG fans in Paris tonight. pic.twitter.com/8klf7BPtjx
— 𝐂𝐚𝐬𝐮𝐚𝐥 𝐔𝐥𝐭𝐫𝐚 𝐎𝐟𝐟𝐢𝐜𝐢𝐚𝐥 (@thecasualultra) April 8, 2025