Birmingham City er komið upp í ensku B-deildina á ný. Það varð ljóst eftir sigur liðsins gegn Peterborough í C-deildinni í gær.
Íslensku landsliðsmennirnir Alfsons Sampsted og Willum Þór Willumsson eru á mála hjá Birmingham og voru þeir báðir í byrjunarliðinu í sigrinum í gær.
Birmingham er langefst í deildinni með 14 stiga forskot á annað sætið og 17 stig á það þriðja, þegar flest lið eiga fimm leiki eftir. Þeir enda því alltaf í efstu tveimur sætum deildarinnar.
Birmingham féll úr B-deildinni í fyrra en er að eiga frábært tímabil og á leið aftur upp.
BIRMINGHAM. ON THE RISE AGAIN. 🔵 pic.twitter.com/LQsWdPS3TR
— (P) Birmingham City FC (@BCFC) April 8, 2025