fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
433Sport

Skildi við eiginkonu sína til margra ára og barnaði frænku hennar – Hafði þegið peninga frá hjónunum í mörg ár á undan

433
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar brasilíski knattspyrnumaðurinn Hulk sleit sambandi við eiginkonu sína til margra ára og byrjaði með frænku hennar.

Hulk leikur í dag með Atletico Mineiro í heimalandinu en þessi 38 ára gamli leikmaður hefur á ferlinum makað krókinn í Rússlandi og Kína.

Árið 2019 hætti hann með Iran Angelo. Höfðu þau verið saman í meira en áratug og eiga saman þrjú börn.

Það liðu aðeins nokkrir mánuðir þar til hann var farinn að slá sér upp með Camila Angelo, náfrænku Iran.

Iran opnaði sig um það á sínum tíma að þetta hafi sært hana mjög. „Ég vakna og sofna á hverjum degi og skil ekki hvernig þetta gerðist. Ég er særð, stundum held ég að hjarta mitt sé að rifna. Hún var eins og dóttir mín,“ sagði hún.

Iran kvaðst einnig hafa haldið frænku sinni uppi í mörg ár með gjöfum og fjárframlögum. „Ég gaf henni allt, frá því að hún kom í heiminn. Ég fórnaði draumum mínum til að að láta hennar drauma rætast.“

Ef þetta var ekki nóg þá átti Hulk þarna eftir að barna Camila og eiga þau nú eitt barn saman.

Fyrr á þessu ári kom svo rúsínan í pylsuendanum þegar Hulk og Camila giftu sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hvað er skírdagur?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Saka vippaði og vippaði svo aftur þegar Arsenal flaug áfram í undanúrslit – Bayern úr leik eftir vonbrigði á Ítalíu

Saka vippaði og vippaði svo aftur þegar Arsenal flaug áfram í undanúrslit – Bayern úr leik eftir vonbrigði á Ítalíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Furðulostnir á stöðu Þorra í Garðabænum – „Eins og Jökull sé að tala um lítil börn“

Furðulostnir á stöðu Þorra í Garðabænum – „Eins og Jökull sé að tala um lítil börn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoða það að kaupa Partey aftur til baka frá Arsenal

Skoða það að kaupa Partey aftur til baka frá Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn