Liverpool hefur mikinn áhuga á Carlos Baleba, miðjumanni Brighton, og ekki ólíklegt að félagið reyni að fá hann í sumar.
Football Insider segir frá þessu, en Baleba er 21 árs og lykilmaður í liði Brighton.
Félagið vill þó fá ansi vel greitt ef það á að láta Kamerúnann af hendi, en talið er að hann mynda kosta allt að 100 milljónum punda.
Ólíklegt er að Liverpool myndi greiða svo mikið svo félagið þarf að reyna að fá Brighton til að lækka verðmiðann eða leita annað.